Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson voru í dag valdir í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Makedóníu í sumar. Auk þess mun liðið taka þátt í sterku móti í Lubecke í Þýskalandi í undirbúningnum fyrir HM.
Þetta landslið fékk silfurverðlaun á EM í Króatíu síðasta sumar og þar var Dagur Gautason valinn í úrvalslið mótsins sem vinstri hornamaður. Svavar hefur nú einnig unnið sér sæti í þessu sterka landsliði okkar og frábært að KA eigi tvo fulltrúa í jafn öflugu liði sem ætlar sér stóra hluti í sumar.
Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis í komandi verkefnum!