Daði Jónsson í raðir KA

Daði handsalar samninginn við Hadd, formann hkd.
Daði handsalar samninginn við Hadd, formann hkd.

Daði Jónsson hefur tekið ákvörðun um það að leika með KA á komandi tímabili í 1. deildinni

Daði og KA komust að samkomulagi nú í kvöld og er Daði mikill fengur fyrir KA. Daði lék sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki í vetur en hann er fæddur árið 1997. Daði er uppalinn KA-strákur og kom eins og klettur inn í vörn Akureyrarliðsins síðasta vetur.

KA fagna því að ná samningi við þennan efnilega pilt.