
Þeir sem
hyggjast nýta sér frábært tilboð SBA á sætaferðum þurfa að drífa sig að bóka sæti, helst fyrir klukkan 16:30
í dag þannig að tryggt sé að ferðirnar verði farnar. Verðið er mjög hagstætt eða einungis
5.000 krónur fram og til baka.
Hægt er að bóka sæti í ferðina hér neðar á síðunni.

Í boði eru tveir möguleikar:
- Brottför suður klukkan 12:00 á föstudag frá Íþróttahöllinni og ef Akureyri sigrar verður farið heim aftur eftir
úrslitaleikinn á sunnudag annars heim strax að föstudagsleik loknum.
- Ef Akureyri fer í úrslitaleikinn á sunnudaginn verður einnig í boði ferð frá Íþróttahöllinni á Akureyri
klukkan 7:00 á sunnudagsmorguninn og heim aftur að úrslitaleiknum loknum.
Athugið! Lágmark 20 manns þurfa að skrá sig í hvora ferð til að ferðin verði farin. Falli ferðin niður verður þeim sem hafa
bókað endurgreitt.
Smelltu hér til að
bóka sæti í föstudagsferðina.
Smelltu hér til að
bóka sæti í sunnudagsferðina.
