
Bjarni Fritzson,
annar þjálfari Akureyrar Handboltafélags var í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 í gær þar sem hann ræddi við Hildi
Jönu um leikinn, Akureyrarliðið og ekki síst segir hann frá gerð kennsludisksins
Frá byrjanda til landsliðsmanns. Þá eru sýnd
myndbrot af diskinum.
Hér að neðan er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni, og síðan ættu menn að drífa sig í Höllina tímanlega fyrir
leikinn en þar mun diskurinn rúlla þannig að það gefst kjörið tækifæri til að kynna sér innihaldið.