Bjarki Símonarson semur við KA

Bjarki ásamt Haddi við handsölun samnings í dag
Bjarki ásamt Haddi við handsölun samnings í dag

Bjarki Símonarson, markvörður Hamranna í 1. deildinni í fyrra, hefur komist að samkomulagi við KA um það að leika með liðinu á komandi tímabili.

Bjarki er markvörður sem er fæddur það herrans ár 1993. Hann hefur leikið fjölmarga meistaraflokksleiki bæði fyrir Akureyri Handboltafélag og Hamrana. Hann lék með Hömrunum síðasta tímabil og var jafn besti leikmaður liðsins í 1. deildinni. Bjarki er uppalinn í KA.

Það er mikill fengur fyrir KA að fá Bjarka í sínar raðir en fyrir utan það að vera markvörður góður er Bjarki gríðarlega mikill liðs- og félagsmaður.