Meistaraflokkur karla og kvenna í handbolta munu þvo bíla sunnudaginn 21. júlí næstkomandi. Bílaþvotturinn er fjáröflunarliður fyrir æfingaferð til Danmerkur í ágúst. Bílaþvotturinn fer fram á planinu hjá SBA Norðurleið í Hjalteyrargötu og verður hægt að mæta með bílinn og sækja hann síðar um daginn.
Þvotturinn stendur frá 09:00-17:00 og hvetjum við alla til þess að nýta sér þessa góðu þjónustu og styrkja KA og KA/Þór í leiðinni. Bílarnir verða þvegnir að utan sem og innan og lofum við góðri þjónustu. Endilega deila sem víðast og hlökkum við til að sjá ykkur á sunnudaginn!
Verðskráin er eftirfarandi:
Smábíll 5.000 kr
Skutbíll (station) 6.000 kr
Jeppi 7.000 kr