Bikarúrslitin 1995 - æsilegasti úrslitaleikur allra tíma

Við höldum áfram að koma okkur í stemmingu fyrir helgina og rifjum upp bikarævintýri Akureyringa. Að þessu sinni skoðar heimasíða Akureyrar Handboltafélags umfjöllun um einhvern magnaðasta úrslitaleik sem fram hefur farið á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Þetta var úrslitaleikur bikarsins árið 1995 þar sem KA sigraði Val með einu marki, 27-26 í tvíframlengdum leik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll.




Bikarmeistarar 1995, aftari röð frá vinstri: Sveinn Rafnsson, stjórnarmaður, Guðmundur B. Guðmundsson, gjaldkeri handknattleiksdeildar, Sverrir Björnsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Alfreð Gíslason, Patrekur Jóhannesson, Erlingur Kristjánsson, Helgi Arason, Leó Örn Þorleifsson, Erlendur Stefánsson og Þorvaldur I. Þorvaldsson, formaður handknattleiksdeildar.
Fremri röð frá vinstri: Valur Arnarson, Árni J. Stefánsson, liðsstjóri, Einvarður Jóhannsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, ungur stuðningsmaður, Björn Björnsson, Jóhann G. Jóhannsson og Atli Þór Samúelsson. Á gólfinu fyrir framan liggur Valdimar Grímsson. Mynd: Morgunblaðið/Bjarni

Smelltu hér eða á myndina til að lesa ítarlega umfjöllun blaðanna Dags, DV og Morgunblaðsins eftir úrslitaleikinn 1995.  Ætlar þú ekki örugglega að mæta í Laugardalshöllina um helgina og upplifa úrslitastemminguna?