Bikarúrslit á Akureyri: KA gegn Þór

Á sunnudaginn kl. 14:00 mætast KA og Þór í bikarúrslitaleik 4. flokks karla yngra árs á AKUREYRI! Venjulegast fara allir bikarúrslitaleikir fram í Laugardalshöllinni sama daginn en vegna þeirra sérstöku aðstæðna, að það eru KA og Þór sem þarna mætast, var ákveðið að leikurinn færi fram á Akureyri. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni og hvetjum við alla til þess að mæta og styðja strákana.