Miðvikudaginn 15. október kl. 18:15 mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik halda fyrirlestur á sal Brekkuskóla.
Fyrirlesturinn er í boði unglingaráða Þórs og KA í handbolta og er opinn fyrir iðkendur í 3. og 4. flokki. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Efni fyrirlestrarins er árangurssinnað hugarfar. Þar fjallar Jóhann Ingi meðal annars um hvernig keppendur eiga að byggja sig upp til að ná árangri og hvernig hægt er að viðhalda áhuga sínum til lengri tíma.