Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Andri Snær Stefánsson fyrirliði KA í handbolta mætti nýverið í settið og fór yfir frábæran sigur KA í bæjarslagnum um helgina auk þess að fara vel yfir starfið hjá handknattleiksdeild KA.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á þennan flotta þátt enda fara þeir Andri og Skúli vel yfir bæði starfið í meistaraflokki sem og yngri flokkunum en Andri hefur þjálfað meðfram leikmannaferlinum í ansi mörg ár og veit hvað hann syngur.