Athugið að leiknum seinkar um hálftíma, til klukkan 20:00 þar sem dómarar leiksins verða seinir fyrir, koma akandi að sunnan.
KA sækir Akureyri Handboltafélag heim í Íþróttahöllina á Akureyri á þriðjudaginn kl. 20:00.
Þetta er toppslagurinn í Grill66-deild karla en einu stigi munar á liðunum. Síðast þegar að þessi lið mættust var KA dæmdur 10-0 sigur eftir að Akureyringar tefldu fram ólöglegum leikmanni.
Leikurinn hefst 20:00 og húsið opnar 18:00. Ljóst er að það þarf að mæta snemma til að fá sæti en þegar liðin mættust í KA-heimilinu í haust komust færri að en vildu en 1200 manns sáu leikinn.
Rétt er að benda á að það kostar 1000kr inn á völlinn. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Allir að mæta í gulu og hvetja KA til sigurs!!