Akureyri - FH á sunnudag, troðfyllum Höllina og gefum allt í leikinn

Nú er ljóst að ekkert nema sigur kemur til greina í leik Akureyrar og FH á sunnudaginn. Það er einfaldlega ekki í boði að láta FH-inga lyfta bikarnum hér á okkar heimavelli. Við þurfum ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess að troðfylla Höllina og berjast til síðasta manns.

Leikirnir tveir sem búnir eru hafa verið algjörlega stál í stál og í raun hefði hvort liðið sem var getað gengið af velli sem sigurvegari. Við höfum áður bent á stöðuna sem var uppi í einvígi KA og Vals frá 2002 og nú er hreinlega ekkert annað í stöðunni en að endurtaka leikinn frá vorinu 2002 en til þess þurfa allir að leggjast á eitt.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á sunnudaginn og húsið opnað klukkan 15:00.


Frá fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni