Færeyingurinn Áki Egilsnes hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.
Áki skrifaði undir nýjan samning nú í hádeginu og eru þetta miklar gleðifregnir. Áki hefur leikið vel með KA í vetur en hann hefur átt við nokkur meiðsli að stríða og ekki geta beitt sér að fullu í öllum leikjum.
Hann er örvhent skytta og er drjúgur við markaskorun þegar sá gállinn er á honum. Áki er einnig í færeyska landsliðinu í handbolta. Hann er aðeins 22 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér.
Áki verður liðsmaður KA út tímabilið 2020, eða næstu tvö árin! Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir komandi ár í handboltanum hjá KA.
Von er á fleiri leikmannafréttum og framlengingum næstu daga og vikur hjá KA. Fylgist vel með.