Æfingaleikir gegn Stjörnunni í dag og á morgun

Stebbi og Andri Snær hafa í nógu að snúast
Stebbi og Andri Snær hafa í nógu að snúast

Meistaraflokkur KA í handbolta leikur tvo æfingaleiki í vikunni gegn Stjörnunni en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið sem hefst aftur laugardaginn 27. janúar. 

KA og Stjarnan spila í dag, fimmtudag, klukkan 19:40 og svo aftur á föstudag kl. 18:40. Báðir leikir fara fram í KA-heimilinu.

Við hvetjum fólk til að mæta og sjá strákana etja kappi við gott lið Stjörnunnar.