Í dag, laugardag var A stigs dómaranámskeið haldið í KA heimilinu. Vel var mætt á námskeiðið en leikmenn KA, Þórs og KA/Þórs létu þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.
Námskeið eins og þessi auka skilning leikmanna á íþróttinni og fá leikmenn til að skilja störf dómara betur sem er jú eitthvað sem er ábótavant hjá hinum ýmsu leikmönnum og þjálfurum.
Með námskeiðinu öðlast krakkarnir fyrstu réttindi dómara og mega því fara að dæma á fjölliða mótum í yngri flokkum og fá þar að auki leyfi til að taka næsta stig á eftir.