7 strákar frá KA úr árgangi 2000 á úrtaksæfingum hjá HSÍ

Glæsilegir sigurvegarar á 5. flokksmóti í fyrra
Glæsilegir sigurvegarar á 5. flokksmóti í fyrra

Nú um helgina er HSÍ með úrtaksæfingar fyrir stráka sem fæddir eru árið 2000 og á KA sjö stráka í hópnum. Þetta eru magnaðir íþróttamenn og frábær hópur sem vert er að fylgjast með í framtíðinni en þjálfari þeirra, Jóhannes Bjarnason telur þetta vera einn efnilegasta hóp sem hann hefur séð í mörg ár.

Þeir sem voru valdir eru: Angantýr Gautason, Ágúst Ásgeirsson, Brynjar Valgeirsson, Dagur Gautason, Frosti Brynjólfsson, Jón Ellert Magnússon og Jónatan Marteinn Jónsson

Þessir strákar eru á eldra ári í 5. flokki en það er ekki síður ánægjulegt að strákaranir á yngra árinu, fæddir 2001 eru ekki síður efnilegir og báðir árgangar í 1. deild Íslandsmótsins. Það er því ástæða til að fylgjast vel með þessum strákum og framtíðarleikmönnum.

Næsta mót hjá strákunum á eldra ári 5. flokks verður helgina 31. jan til 2. febrúar og er í umsjón FH í Hafnarfirði. Næsta mót hjá yngra árinu verður helgina 7.-9. febrúar og er í umsjón Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Þjálfarar 5. flokks strákanna eru Jóhannes Bjarnason og Gunnar Malmquist Þórsson.

Hér að neðan er myndband frá 5. flokks móti yngra árs frá því í febrúar 2013 þar sem þessir strákar sýna snilldartilþrif.