6. flokkur stráka: Æfingaleikir í Höllinni - Myndir

Á dögunum hittust strákar úr 6. flokki hjá KA, Þór og Völsungi í Íþróttahöllinni. Liðin léku nokkra æfingaleiki, KA var með eitt lið af eldra ári og tvö af yngra ári. Þetta var hin ágætasta skemmtun fyrir strákana og allt gekk vel fyrir sig. Að loknum leikjum fengu allir smá hressingu áður en Völsungar sneru heim á ný.

Hannes Pétursson var á staðnum og smellti af nokkrum myndum sem hægt er að skoða hér að neðan. Allir voru sammála um að æskilegt væri að gera meira af uppákomum sem þessum.

Smelltu hér til að skoða allar myndirnar.