KA 1 og KA 2 í 6.fl. karla eldra ár fóru á mót um helgina sem haldið var af Haukum í Hafnarfirði. KA 1 keppti í 1. deild og stóðu þeir sig vel þótt tveir leikir hafi tapast með aðeins einu marki en upp úr stóð jafntefli við FH sem vann mótið og tapaði aðeins stigi á móti okkar mönnum. Þessi deild er mjög jöfn að getu og vantaði okkur bara smá heppni til að ná lengra.
KA 2 vann alla sína leiki í sinni deild nema einn og það tap var með einu marki svo það vantaði herslumuninn þar til að fara upp um deild. Þetta var reyndar eins á fyrsta mótinu í haust svo þetta hlýtur bara að hafast næst.
Lánið lék við strákana því þeir gistu á sama hóteli og leikmenn þýska liðsins Grosswallstadt og áttu þeir gott spjall saman. Þýsku leikmennirnir veittu okkar strákum eiginhandaráritanir hægri vinstri og höfðu greinilega gaman að.
Smelltu hér til að skoða fleiri myndir af strákunum.