Ásdís Guðmundsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir hafa verið valdar í u-17 ára landsliðið en þær fara til Hollands á mánudagsmorguninn í æfingaferð.
Arna Kristín Einarsdóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir hafa svo einnig verið valdar í u-19 ára landsliðið sem kemur einnig saman til æfinga í næstu viku.
Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þetta því þær eiga þetta svo sannarlega skilið.