KA/Þór í 4. flokk kvenna á yngra ári tryggði sér deildarmeistaratitilinn í annari deild um helgina.
Sannkallaður úrslitaleikur var spilaður á móti Fram í KA heimilinu um efsta sætið í annari deild, liðin voru jöfn af stigum fyrir leikinn en KA/Þór átti þó einn leik til góða og með sigri gátu þær tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 2. deild.
Þær börðust eins og ljón og tóku fljótt forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi allan tímann og endaði leikurinn 18 - 13. Að leik loknum fengu þær afhendan bikarinn frá HSÍ.
Til hamingju með deildarmeistaratitilinn!