Fjórði flokkur karla í handbolta tryggði sér sæti í bikarúrslitum með sigri á HK á þriðjudaginn!
HK kom í heimsókn til KA í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ á þriðjudaginn og keppti við yngra ár 4. flokks karla.
KA var sterkari aðilinn í leiknum og leiddi með 5 mörkum í hálfleik, 13-8. HK brá á það ráð að reyna allskonar útfærslur af vörn í síðari hálfleik en KA-menn áttu svör við þeim öllum. Lokatölur 29-21. Mörk KA í leiknum skoruðu: Ragnar Sigurbjörnsson 9, Óli Einarsson 6, Þorvaldur Daði Jónsson 4, Arnór Ísak Haddsson 4, Haraldur Bolli Heimisson 3, Oliver Ólafsson 2 og Trausti Lúkas Adamsson 1. Bruno Bernat og Sveinn Sigurbjörnsson vörðu mark KA.
Þjálfara liðsins eru þeir Jón Heiðar Sigurðsson og Haddur Júlíus Stefánsson. Bikarúrslitaleikurinn fer fram í Reykjavík 26. febrúar, í Laugardalshöll.