4. flokkur karla á eldra ári urðu í gær Deildarmeistarar í efstu deild. Liðið tryggði sigurinn í deildinni með 8 marka sigri á nágrönnum sínum í Þór í gær, 29-21. Var þetta lokaleikur liðsins í deildinni og framundan er úrslitakeppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppnin hefst um miðjan apríl.
KA liðið var í harðri baráttu við Valsmenn á toppnum en sigurinn í deildinni þýðir að KA er með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Þetta er þriðja árið í röð sem þessir drengir vinna til verðlauna og ljóst að þarna eru öflugir strákar á ferðinni.
Þjálfarar drengjanna eru þeir Jón Heiðar Sigurðsson og Stefán Árnason og óskum við þeim ásamt strákunum innilega til hamingju með titilinn, áfram KA!