Stelpurnar á eldra ári 4. flokks í KA/Þór leika á morgun (1. maí) til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Andstæðingurinn er lið HK og verður leikið í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 14:45. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið sitthvorn leikinn.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs en gaman er að segja frá því að SportTV mun sýna leikinn í beinni útsendingu þannig að þið sem ekki komist á völlinn getið fylgst með leiknum.
Liðið hefur átt mjög gott tímabil en fyrr í vetur varð liðið Bikarmeistari og varð í 2. sæti í Deildarkeppninni. Nú er bara að vona að stelpunum takist að landa þeim stóra.