Undanúrslitaleikur á sunnudaginn hjá 4. flokki

Strákarnir ætla sér í úrslitaleikinn!
Strákarnir ætla sér í úrslitaleikinn!

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki leika til undanúrslita á Íslandsmótinu í KA-Heimilinu á morgun, sunnudag, þegar lið HK mætir norður. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana til sigurs enda leikurinn upp á líf og dauða, sjáumst í KA-Heimilinu, áfram KA!

Strákarnir hafa verið frábærir í vetur en þeir urðu Deildarmeistarar og komust alla leið í úrslit Bikarkeppninnar. Í síðustu umferð unnu þeir glæsilegan sigur á ÍR 31-17 og er ljóst að þeir ætla sér í úrslitaleikinn, ekki missa af þessum leik!