4.fl karla með góðan sigur á Þór - myndir

Í gær mættust KA og Þór í 4. flokki karla, eldra árs og var leikið í Íþróttahúsi Síðuskóla. KA fór með átta marka sigur, 22-30 eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik, 9-13.

Hannes Pétursson sendi okkur myndir frá leiknum sem er hægt að skoða með því að smella hér.

KA er eftir leikinn í 3. sæti 1. deildar með fimm sigra eftir sjö leiki. Næstu leikir strákanna verða í þriggja útileikjatörn 8. - 10. janúar þegar þeir mæta FH, Val og Fram á þrem dögum.