4. fl. KA/Þórs Deildarmeistari í 2. deild

Deildarmeistarar í 2. deild, KA/Þór!
Deildarmeistarar í 2. deild, KA/Þór!

Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki KA/Þórs í handbolta urðu í gær Deildarmeistarar í 2. deild þegar liðið vann 16-11 sigur á Fram í uppgjöri toppliða deildarinnar. Stelpurnar hafa verið algjörlega frábærar í vetur og er titilinn í höfn þrátt fyrir að enn séu 2 umferðir eftir í deildinni.

KA/Þór hefur unnið 12 af 13 leikjum sínum í deildinni og flesta mjög sannfærandi enda markatala liðsins 93 mörk í plús. Liðið heldur suður um helgina og leikur lokaleiki sína í deildinni og framundan er svo sjálf úrslitakeppnin. Við óskum stelpunum að sjálfsögðu til hamingju með titilinn og góðs gengis í komandi verkefnum, áfram KA/Þór!

Deildarmeistarar KA/Þórs:
Aftari röð: Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari, Dórótea Hulda Hansdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Marselía Ída Vídalín, Hildur Lilja Jónsdóttir, Júlía Björnsdóttir og Agnes Vala Tryggvadóttir

Fremri röð: Sunna Dís Sigvaldadóttir, Sunna Katrín Hreinsdóttir, Margrét Mist Sigursteinsdóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir