Strákarnir í 3. flokki KA gerðu góða ferð í Íþróttahús Síðuskóla þegar þeir mættu Þór í kvöld en liðin leika í 2. deild. KA strákarnir náðu strax góðri forystu og leiddu 9-15 í hálfleik. Sami markamunur var í leikslok sem urðu 21-27 KA í vil.
KA strákarnir standa vel að vígi í deildinni, eru efstir með 24 stig eftir 14 leiki á meðan næstu lið eru með 21 stig eftir 16 leiki. Strákarnir spila tvo leiki við ÍR hér í KA heimilinu um næstu helgi.
Hannes Pétursson var á leiknum og sendi okkur myndir frá leiknum.
Smelltu hér til að sjá fleiri myndir Hannesar frá leiknum.
Hér má sjá stöðuna og úrslit leikja í 2. deild 3. flokks karla