3. flokkur kvenna bar í gær sigurorð af Fylki í undanúrslitum á Íslandsmótinu í leik sem fór fram í KA-heimilinu. Leikurinn fór 24-20 fyrir KA/Þór.
Markahæst í liði KA/Þór var Ólöf Marín Hlynsdóttir með 13 mörk.
Stelpurnar spila við Val í úrslitaleiknum sem fer fram í Reykjavík á laugardaginn kemur. Nánar auglýstur síðar.
Til gamans má geta að þær Margrét Einarsdóttir og Ólöf Marín Hlynsdóttir eru báðar í U17 ára landsliði Íslands sem fer í keppnisferð til Póllands um mánaðarmótin.