3. flokkur karla: Sigur á Gróttu/KR - myndir

Á sunnudaginn mættu KA strákarnir í 3. flokki karla liði Gróttu/KR. Leikurinn var í 1. deildinni og er skemmst frá því að segja að KA strákarnir unnu góðan sigur, hálfleikstölur 18-15 en í lokin var fjögurra marks sigur staðreynd, 33-29.

Hannes Pétursson var mættur á leikinn með myndavélina að vopni og sendi okkur nokkrar myndir frá leiknum.

Hér er svo hægt að skoða allar myndirnar frá leiknum.