17.04.2010
Næstkomandi þriðjudag klukkan 18:00 spilar KA1 á móti Haukum í 8. liða úrslitum Íslandsmótsins. KA1 enduðu í öðru
sæti í fyrstu deild og fá því Hauka sem unnu sigur í annarri deildinni. Haukar hafa hörkuliði á að skipa og til að mynda urðu
þessir strákar Íslandsmeistarar síðastliðið vor í 4. flokki. Þannig að þetta verður erfiður leikur, en KA1 ætlar sér
örugglega alla leið í úrslit. Þetta er svo síðasti heimaleikur liðsins á þessum vetri og viljum við því hvetja sem flesta til
að mæta og styðja við bakið á strákunum.