Strákarnir urðu bikarmeistarar í febrúar s.l.
Þriðjudaginn 19. apríl hefst úrslitakeppnin hjá 3. flokki karla í handbolta.
KA strákarnir taka á móti liði Fram í fyrsta leik keppninnar í KA heimilinu
kl. 16:00
Það má búast við hörkuleik þar sem KA endaði í 3. sæti í deildinni með 30 stig en Fram var í 6. sæti með 27
stig.
Við hvetjum fólk til að mæta í KA heimilið og og styðja strákana í baráttunni til að komast í úrslitaleikinn.
Áfram KA