3. flokkur karla – deildarmeistarar

3. flokkur karla varð í dag deildarmeistari í 2. deild karla í handbolta. Síðasti leikur þeirra var gegn HK sem átti möguleika á að ná KA að stigum og ná þannig titlinum.

Leikurinn var í járnum til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu KA strákarnir fyrst tveggja marka forystu sem aldrei var látin af hendi. Í seinni hálfleik tók KA öll völd á vellinum og unnu að lokum öruggan tíu marka sigur, 28 – 18 og þar með var deildarmeistaratitillinn í höfn.

Deildarmeistarar 2013 með bikarinn eftirsótta.

Við óskum strákunum til hamingju með titilinn og vonum að þeim gangi vel í 8 liða úrslitunum sem hefjast eftir páska.