Í gær (miðvikudag) lék 3. flokkur kvenna hjá KA/Þór á móti HK. Eins og allir leikir í þessari deild verða þá var búist við hörku leik og sérstaklega núna þar sem liðin í neðstu tveimur sætunum mættust.
Jafnræði var með liðunum framanaf en HK alltaf einu skrefi á undan. Þó kom að því að HK seig framúr og komst í 4-9 og þá tók þjálfari KA/Þórs leikhlé og endurskipulagði leik síns liðs. Eftir það hrökk liðið í gang og náði að minnka muninn fyrir hálfleik í 10-12 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Í seinni hálfleik var enn og aftur jafnræði með liðunum en þó var HK ávallt skrefinu á undan. KA/Þór virtust enganvegin finna sig sóknarlega og köstuðu boltanum frá sér í gríð og erg. Varnarlega stóðu þær pliktina ágætlega og hleyptu HK aldrei of langt frá sér. Leikurinn endaði þó með sigri HK 22-25 og er því KA/Þór á botni deildarinnar með 1 stig.
Markaskor liðsins var þannig:
Birta Fönn Sveinsdóttir 10, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Stefanía Theodórsdóttir 4, Laufey Lára Höskuldsdóttir 3 og Ásdís Guðmundsdóttir 1
Það má segja að sóknarleikur KA/Þórs hafi verið liðinu að falli í dag. Því allt of oft tapaði liðið boltanum án þess að ná skoti á mark andstæðinganna. Stelpurnar ætla að rífa sig upp fyrir helgina því þá eru tveir mjög svo erfiðir leikir þegar liðið mætir Haukum á laugardag kl. 16:00 og Fram á sunnudag kl. 13:30