3. flokkur karla KA mætir Stjörnunni á laugardaginn í Höllinni

3. flokkur KA mætir Stjörnunni í heimaleik á laugardaginn. Að þessu sinni spila strákarnir í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00. Það er mikið um að vera á laugardaginn, meistaraflokkur KA/Þór spilar heimaleik í KA heimilinu gegn Stjörnunni og hefst sá leikur klukkan 16:00.
Sömuleiðis á 2. flokkur Akureyrar heimaleik gegn Stjörnunni á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan 12:30 í Íþróttahöllinni.
Það má því segja að laugardagurinn verði sannkallaður stjörnudagur!