2. flokkur Akureyrar er ekki kominn í jólafrí ennþá því strákarnir spila bikarleik gegn Aftureldingu í Íþróttahöllinni klukkan 18:15 í kvöld (mánudag).
Eins og kunnugt er var ákveðið fyrir skömmu að draga lið 2. flokks út úr deildarkeppninni. Í staðinn bera þeir sömu strákar uppi Ungmennalið Akureyrar og hafa gert með glæsibrag í síðustu leikjum.
Akureyri og Afturelding höfðu þó mæst áður í deildarkeppninni í vetur, raunar var það í fyrstu umferð og lauk þeim leik með jafntefli, 27-27 þar sem heimamenn í Aftureldingu náðu að jafna á lokasekúndum leiksins.
Við hvetjum alla stuðningsmenn ungu strákanna til að kíkja í Íþróttahöllina klukkan 18:15 í kvöld og styðja þá áfram í baráttunni, þeir eiga það svo sannarlega skilið.