1. deild karla: Akureyri U - Fjölnir á laugardaginn

Það er óhætt að segja að Ungmennalið Akureyrar fái verðugan andstæðing á laugardaginn þegar þeir taka á móti toppliði deildarinnar, Fjölni sem enn hefur ekki tapað stigi í deildinni.

Leikurinn verður í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 14:00. Eins og jafnan áður þá er frítt inn á leikinn þannig að við hvetjum alla stuðningsmenn strákanna til að fjölmenna á leikinn.