1. deild: Akureyri U - Mílan kl. 13:30 á laugardag

Á morgun, laugardag er komið að heimaleik Ungmennaliðs Akureyrar gegn Mílunni. Leikurinn hefst klukkan 13:30 í Íþróttahöllinni. Nokkuð er síðan að sá leiktími var settur á en einhverra hluta vegna hefur alltaf staðið rangur leiktími inni á vef HSÍ.
Það er því áríðandi að láta þau boð út ganga til stuðningsmanna að flautað verður til leiks klukkan hálf tvö (13:30) eins og áður segir.

Akureyrarliðið situr í níunda sæti 1. deildar karla með 12 stig á meðan Mílan situr í tólfta sæti með 3 stig. Akureyri vann útileikinn sem var spilaður á Selfossi 28-29 í hörkuleik þannig að við eigum von á spennandi leik á laugardaginn.

Mílan nýtir vel ferðina hingað norður því að í kvöld, föstudagskvöld leika þeir deildarleik sinn við Hamrana. Sá leikur er í KA heimilinu en á óvenjulegum tíma, klukkan 21:45.

Sjáumst í Höllinni klukkan 13:30 á laugardaginn!