10.04.2018
Dagana 19-21 apríl fer fram hið árlega Akureyrarfjör.Skráning fer fram á þátttökuskjali inn facebookhópum hvers hóps fyrir sig.Þetta er ekki bindandi skráning en með þessu viljum við sjá umfangið m.
07.04.2018
Skrifstofan verður lokuð til 18.apríl.Í flestum tilfellum er hægt að snúa sér til þjálfara eða yfirþjálfara.Sé málið brýnt og varðar skrifstofu er hægt að senda póst á netfangið skrifstofa@fimak.
05.04.2018
FIMAK í samstarfi við AK EXTREME ætla að halda parkour mót sunnudaginn 08.apríl.Keppnin fer fram í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla og opnar húsið kl.10.30, mæting í síðasta lagi 10:45 hjá keppendum 13 ára og yngri.
20.03.2018
Vegna árshátíðar Giljaskóla verður eitthvað um að tímar séu felldir níður í vikunni en í einhverjum tilfellum færðir til.Upplýsingar um tíma sem falla niður eða eru færðir til koma inn á facebook síðum hópa og jafnvel í tölvupósti.
20.03.2018
Við hjá FIMAK ætlum að taka upp þá nýjung að bjóða foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.Fyrirkomulagið er þannig að afmælisveisla hefst á hálftíma fresti og varir í eina og hálfa klukkustund í senn, klukkutími inn í sal og hálftími fyrir framan salinn til að vera með kökur/pizzur.
15.03.2018
Nú fer að líða að páskafríi og hér fyrir neðan er hægt að sjá hvenær hóparnir fara í frí:
A-, P- og M- hópar fara í frí eftir laugardaginn 24.mars.Sama á við um K-3, F-4 og F-6.
13.03.2018
Í dag, þriðjudaginn 13.mars, falla niður æfingar sem eru á milli 16:30 og 19:00 vegna kvikmyndadags Giljaskóla en hann er í tengslum við árshátíð skólans.Búið á að vera að tilkynna á facebook síðum hópa ef tími fellur niður.
05.03.2018
Eins og greint var frá fyrir helgi kom nýtt fimleikagólf í hús.Um 30 manns mættu um helgina til að taka þátt í að taka það gamla saman og setja það nýja upp.Þetta gekk ótrúlega vel og var fyrr búið en fólk átti vona á.
04.03.2018
Í gær, lagardag, var foreldratími hjá leikskólahópum.Einu sinni á önn eru foreldrar með krökkunum í tíma og reyna hvað þau geta að hafa eitthvað í litlu krílin að gera.
02.03.2018
Í lok síðasta árs var samþykkt af bænum að kaupa nýtt fimleikagólf.Gamla gólfið hjá okkur er orðið átta ára gamalt en nýju gólfin eru byggð upp á allt annan hátt, eða með töluvert meiri fjöðrun.