Íslandsmót í þrepum frestað

Fimleikasamband Íslands hefur ákveðið að fresta Íslandsmótinu í þrepum vegna veðurs/ófærðar. Keppni í 1. og 2. þrepi fer fram á sunnudaginn í Ármanni, en keppni í 3.-5. þrepi fer fram á Akureyri helgina 5.-6. apríl. 
Athugið að æfingar félagsins í dag og á morgun verða skv. stundaskrá. Jafnframt mun Akureyrarfjörið flytjast fram um eina helgi og fer fram helgina 28.-30. mars. Nánari upplýsingar koma eins fljótt og auðið er.

Starfsfólk FIMAK