Innheimta æfingagjalda hafin

Í dag komu inn kröfur fyrir 1.hluta æfingagjalda vorannar 2014. Þær koma óvenju seint af tæknilegum ástæðum og vonum við að það komi sér ekki illa fyrir fólk. Einhverjar leiðréttingar eiga eftir að fara fram hjá einstaklingum sem byrjuðu önnina seinna eða skiptu um hópa eftir að önnin hófst og verður það gert áður en næstu reikningar verða sendir út um næstu mánaðarmót.

Æfingagjöldunum er skipt upp í 3 greiðslur og koma kröfur númer 2 og 3 í netbanka skráðra greiðenda í apríl og maí.

Þetta er í síðasta sinn sem við innheimtum æfingagjöld með þessum hætti en frá og með næstu önn komum við til með að nýta okkur Nóri kerfið þar sem fólk kemur til með að geta ráðstafað tómstundaávísunum bæjarins rafrænt, en bærinn er að breyta sínu fyrirkomulagi og verða þær rafrænar frá og með þessu ári. Vegna seinkunnar hjá bænum með útgáfu ávísananna getur félagið ekki tekið við þeim á þessari önn, en hægt verður að nota þær á sumarnámskeiðum og haustönn svo lengi sem bærinn verður tilbúinn með þær.

Starfsfólk FIMAK