Haustmót í áhaldafimleikum- frjálsar, 1. og 2.þrep - Úrslit

Haustmót í áhaldafimleikum í frjálsum, 1. og 2.þrepi kvk og kk fór fram á Akureyri laugardaginn 9. nóvember.  Þá er báðum hlutum haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum lokið og fóru þeir fram hér á Akureyri með hálfs mánaðar millibili.  Margt var um manninn í fyrri hlutanum þar sem keppt var í 3.5. þrepi íslenska fimleikastigans bæði í drengjaflokki og stúlknaflokki, mættu þar um 300 keppendur.  Í seinni hlutanum sem fram fór í dag voru mættir til leiks  um 80 keppendur og þar á meðal fremsta fimleikafólk landsins.  Það var mikill spenningur í okkar krökkum fyrir báða hlutana, í þeim fyrri áttum við allmarga keppendur sem gaman var að fylgjast með og í þeim síðari var spenningurinn ekki síðri þar sem þarna voru mættar í okkar hús fyrirmyndir krakkanna þ.e.  t.d. þeir keppendur sem kepptu fyrir Íslands hönd á HM í Antwerpen fyrr í haust.  Frábærir keppendur allir með tölu í báðum hlutum.  Úrslit úr fyrri hluta mótsins er að finna í frétt neðar á síðunni.  Hér eru flottar myndir af seinni hluta mótsins teknar af Þóri Tr.

Frjálsar æfingar kvk. Stúlknaflokkur

Frjálsar æfingar kvk. Unglingaflokkur

Frjálsar æfingar kvk. Kvennaflokkur

Frjálsar æfingar kk. Unglingaflokkur (leiðrétt, ekki lengur vírus)

Frjálsar æfingar kk. Karlaflokkur

1. þrep kvk.  yngri

1. þrep kvk.  eldri

1. þrep kk.   yngri

1. þrep kk.  eldri

2. þrep kvk.  yngri

2. þrep kvk.  eldri

2. þrep kk. yngri

2. þrep kk.  eldri