Cirkus Flik Flak heldur sýningar í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla

Okkur langar að benda fólki á sýningu sem fram fer í kvöld fimmtudaginn 4.júlí kl.19.00 og föstudaginn 5. júlí kl. 10.00 hér í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla. Danskur hópur sem nefnir sig Cirkus Flik Flak samanstendur af börnum og unglingum og hafa þau tvisvar áður komið til Íslands til að sýna við góðan orðstýr. Nánari upplýsingar má finna í frétt í Akureyri Vikublaði.

http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/mannlifid/2013/06/26/cirkus-flik-flak-kemur-til-akureyrar/

Aðgangur er ókeypis svo við hvetjum alla til þess að koma og sjá sýninguna.

Starfsfólk FIMAK