Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum

5. þrep B lið og þjálfarar Florin, Mirela og Clara
5. þrep B lið og þjálfarar Florin, Mirela og Clara

Síðustu tvær helgar fór fram bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum kvenna og karla.  Kvennahlutinn fór framí Stjörnunni í Garðabæ en karlahlutinn í Björkunum í Hafnarfirði.  FIMAK átti 5 lið á mótinu, 4 stúlknalið og 1 strákalið ásamt því að eiga einn gestakeppanda í 4. þrepi drengja.

Í 5. þrepi drengja lenti lið FIMAK í 4. sæti.

Í 5. þrepi stúlkna A lið lenti lið FIMAK í 4. sæti.

Í 5. þrepi stúlkna B lið lenti lið FIMAK í  3. sæti rúmu einu stigi undir 2. sætinu.

Í 4. þrepi stúlkna lenti lið FIMAK í 7. sæti.

Í 3. þrepi stúlkna lenti lið FIMAK í 4. sæti.

Frábær árangur hjá okkar krökkum á bikarmótinu.