Nú rétt í þessu var að ljúka útnefningum í lið fyrri hluta Minzuno-deildanna í blaki. KA á þar fjóra fulltrúa!
Eins og kom fram í frétt fyrr í dag þá voru fimm frá KA tilnefndir í lið fyrri hluta Mizuno-deildanna. Útnefning í lið ársins fór fram í dag á blaðamannafundi á vegum BLÍ og voru fjórir KA menn valdir í lið fyrri hluta mótsins.
Hulda Elma Eysteinsdóttir og Filip Szewczyk voru valin í liðin sem uppspilarar, Valþór Ingi sem móttakari og Hristiyan Dimitrov sem díó. Við þetta má bæta að Filip var einnig valinn sem besti þjálfarinn í liði fyrri umferðarinnar.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir blakfólkið okkar og óskum við því hjartanlega til hamingju.