Úrslitakeppnin á morgun

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni á morgun fimmtudag. KA og Þróttur Reykjavík mætast í kvennaflokki og KA og HK í karlaflokki en HK sigraði fyrstu viðureign félaganna í Kópavogi í gærkvöld naumlega 3-2. Kvennaleikurinn hefst klukkan 18 og karlaleikurinn klukkan 19.30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.