Úrslitakeppnin: KA vann Þrótt 3-0 í fyrsta leiknum

Fyrsti leikur í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í kvöld. KA vann þá Þrótt 3-0 eftir nokkuð jafnar hrinur. Engu líkara var sem leikmenn hefðu samið um að taka þrjár hrinur með svona hæfilegri áreynslu því leikurinn var frekar bragðdaufur í heildina. KA fer suður og spilar við Þrótt á föstudagskvöldið. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaeinvígið.

Stelpurnar spila sinn fyrsta leik gegn Þrótti á Neskaupstað nú á fimmtudag en fá svo Fylki í heimsókn næsta miðvikudag. Úrslitakeppnin hjá konunum er þannig að fjögur efstu liðin í deildinni spila tvöfalda umferð.

KA-Þróttur  3-0  (25-21, 25-21, 25-20)

Þróttur átti ágætis leik þegar liðið mætti nýkrýndum Bikarmeisturum KA á Akureyri í kvöld. Liðið hafði reyndar ekki heppnina með sér og tapaði öllum hrinunum frekar naumlega. Liðið fær þó annan möguleika gegn KA strax á föstudagskvöld og hvetjum við alla blakunnendur á Höfuðborgarsvæðinu til að mæta í íþróttahús Kennaraháskólans kl 19 því það er alveg klárt að Þróttur er ekki búinn að segja sitt síðasta orð í þessari rimmu.

Í fyrstu hrinunni voru Þróttarar í ágætis málum lengi vel. Sjá mátti tölur eins og 7-8 og 17-18. KA liðið réði ekkert við flotta hávörn Þróttara sem hélt aðalsmössurum heimamanna í skefjun. Það var samt eins og trúna vantaði til að klára hrinuna og KA seig framúr í lokin og tapaði því Þróttur 25-21. Í annarri hrinu byrjaði KA betur og var Þróttur því alltaf að elta. Fádæma klaufagangur hinna röndóttu gáfu KA frekar ódýr stig og alveg var grátlegt að sjá hvernig gamla brýnið í liði KA sallaði inn stigum. Þróttur gafst ekki upp og Gummi náði að setja nokkur stig í lokin. Það kom hins vegar full seint og KA hélt út og vann 25-21. Þróttur var nú kominn með bakið upp við vegg og eftir slæma byrjun í seinustu hrinunni tók þjálfarinn á það ráð að skipta óreyndari mönnum inná. Allt kom fyrir ekki því baráttuglaðir Þróttarar gátu ekki komið í veg fyrir tap í lokahrinunni, 25-20. 

Hrósa verður Þrótturum þrátt fyrir tap. Þeir voru að berjast allan tímann og vörn við netið og aftur á velli var til fyrirmyndar. Sóknin var líka í lagi en það voru helst uppgjafir og móttaka sem hefðu mátt vera betri. Einnig verður að hrósa Þróttarstrákunum fyrir einstaka prúðmennsku í leiknum. Þeir sýndu dómurum leiksins alltaf hvort bolti væri inni eða úti og dæmdu sjálfir á sig töts þegar svo bar undir. Bestu menn Þróttar í leiknum voru Gummi, Sævar og Halldór sem, ótrúlegt en satt, fengu allir sitt blakuppeldi í herbúðum KA.

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Piotr

14

12-2-0

0-10-3

8-4-1

12-9-2

2-1-1

5

Der Alte Brín

13

11-2-0

0-6-1

7-3-1

11-2-2

2-1-0

4

Júgó

10

8-1-1

1-3-3

0-0-0

8-7-6

1-3-1

2

Valur

5

4-0-1

1-6-0

0-0-0

4-6-1

0-3-2

3

Der Uppgefni

5

3-0-2

2-10-1

0-0-0

3-4-0

0-1-0

1

Filip

4

3-0-1

1-17-1

0-0-0

3-7-3

0-0-0

3

Eiríkur jr.

3

3-0-0

0-1-0

2-0-1

3-1-2

0-0-0

1

Sveinn jr.

2

1-1-0

0-3-0

0-0-0

1-0-1

1-0-0

0

Björn jr.

 1

 1-0-0

 0-0-0

 18-4-1

 1-0-0

 0-0-0

6

Addi jr.

 0

 0-0-0

0-1-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Fannar

0

0-0-0

0-1-1

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0