Filip Szewczyk (29 ára), sem var hjá liðinu á síðasta tímabili, snýr aftur auk þess sem nýr leikmaður bætist í hópinn. Sá heitir Piotr Slawomir Kempisty (28 ára).
Filip er uppspilari en Piotr leikur sem kantmaður eða Díó. Það er ljóst að með komu þessara tveggja leikmanna verður KA liðið til alls líklegt í vetur. Báðir leikmenn munu hefja æfingar í september en íslandsmótið hefst um miðjan október.