Töp í Neskaupsstað

KA stúlkur léku tvo leiki við Þrótt í Neskaupsstað um liðna helgi. Skemmst er frá því að segja að hið unga lið KA átti aldrei möguleika í öfluga Þróttara og töpuðu báðum leikjunum 3-0.Tvo öfluga leikmenn vantaði í KA liðið og voru leikmennirnir nánast allt kornungarstelpur á aldrinum 15-19 ára.  Það eru að bætast stelpur í hópinn þannig að liðið mun styrkjast en það er samt ljóst að veturinn mun fara í að byggja upp þetta unga lið.