KA-Þróttur 1-3 (18-25, 25-17, 18-25, 24-26)
Leikurinn byrjaði alveg eins og sá fyrri. KA var í fínu stuði, sóknirnar beittar og fjölbreyttar en uppgjafirnar klikkuðu í kippum. Liðið var í góðum málum í stöðunni 15-11 en þá hrundi allt og Þróttarar skoraði tíu stig gegn einu. Þeir kláruðu svo hrinuna 18-25.
Í annari hrinu var mikið stuð á KA-strákunum og höfðu þeir yfirhöndina allan tímann. Uppgjafirnar skánuðu mikið og skiluðu þær m.a. þremur ásum. Tröllið Till kom nokkuð sterkur inn í leikinn en Valli greyið settist á bekkinn og kom ekki meira við sögu. KA-vann örugglega 25-17.
Þróttur svaraði fyrir sig í þriðju hrinunni og var KA í raun aldrei með. Marek var enda ósáttur og tók rosalega hárþurrkuræðu í stöðunni 8-15. Hún dugði aðeins til að halda í horfinu og vann Þróttur hrinuna 18-25.
Fjórða hrinan var frábær skemmtun og sýndu KA-menn loks almennilega baráttu aftur á vellinum. Þróttur hafði frumkvæðið og var 2-4 stigum yfir lengstum. KA var alltaf við það að ná gestunum en einstakur klaufaháttur upp við netið gaf Þrótti nokkur ódýr stig. Í ofanálag klikkuðu tvær uppgjafir á lokasprettinum og allt í einu var staðan orðin 21-24 fyrir Þrótt. KA sýndi þá óvæntan neista og jafnaði leikinn með því að blokka allt sem ætlaði yfir netið. Það ómak dugði því miður ekki og Þróttur skoraði tvö síðustu stigin og vann 24-26.
Nokkrar framfarir mátti sjá í leik KA og er það ánægjulegt. Móttaka og sóknarleikur voru í fínu lagi en annað þarf að laga mikið. Hávörnin var reyndar öllu skárri en í gær en vörn aftur á velli nánast núll, sem fyrr. Enn eru að fara þetta fimm uppgjafir í hrinu sem er kannski full mikið eða um 20% allra uppgjafa.
Stig KA í leiknum (sókn-blokk-uppgjöf):
Piotr Kempisty | 18 | 16-1-1 |
Hilmar Sigurjónsson | 16 | 12-4-0 |
Hafsteinn Valdimarsson | 12 | 9-2-1 |
Till Wohlrab | 6 | 6-0-0 |
Valgeir Valgeirsson | 3 | 2-1-0 |
Kristján Valdimarsson | 3 | 0-1-2 |
Filip Szewczyk | 2 | 2-0-0 |