Eduardo Herrero Berenguer, þjálfari U-19 ára landsliðs karla í blaki, hefur valið tólf manna hóp sem heldur til Rúmeníu í næstu viku til að taka þátt í Evrópumóti landsliða.
Einn KA-maður er í hópnum en það er Þórarinn Örn Jónsson. KA óskar Þórarni hjartanlega til hamingju með valið.
Mótið fer fram í Ploiesti í Rúmeníu og er Ísland í riðli með Belgíu, Portúgal og Rúmenum en leikið verður dagana 11-16.janúar.